Enviroment header

Að spara akstur til tunglsins – og til baka

Rafrænar undirskriftir spila mikilvægt hlutverk í þeirri stafrænu umbyltingu sem á sér stað um allan heim. Rafrænar undirskriftir og sjálfvirkir ferlar hafa einnig fjölmarga aðra kosti í för með sér. Ekki síst jákvæð umhverfisáhrif.

Við hófum á síðasta ári að mæla umhverfisáhrif af notkun lausna fyrir rafrænar undirskriftir fyrir viðskiptavini okkar. Notkun rafrænna undirskrifta hefur ásamt öðrum rafrænum lausnum aukist mikið upp á síðkastið, ekki síst á tímum Covid-19.

Nýverið náðist sá merkilegi áfangi að viðskiptavinir Taktikal hafa sparað sér og viðskiptavinum sínum akstur sem svarar til þess að aka til tunglsins og til baka eða yfir 768 þúsund kílómetra — og gott betur þegar þetta er skrifað.

Hugmyndin kviknaði á Hackdays

Hjá Taktikal eru reglulega haldnir svokallaðir „hackdays“ eða hakkaþon þar sem starfsfólkið fær tækifæri til að koma eigin hugmyndum á framfæri og útfæra á örfáum dögum.

Taktikal-hackdays

Í lok mars 2019  héldum við í Taktikal þriggja daga Hackdays. Markmiðið Taktikal Hackdays er að opna fyrir nýjar hugmyndi er auka notagildi rafrænna undirskrifta í vöruframboði Taktikal eða koma með alveg nýtt sjónarhorn. Ein af hugmyndunum gekk út á að mæla og safna upplýsingum tíma og vegalengd er myndu sparast miðað við að viðskiptavinir þyrftu að keyra með skjölin til viðkomandi fyrirtækja og birta niðurstöður jákvæðra umhverfisáhrifa. Sett var upp prufuútgáfa með rauntímagögnum sem gaf það góða raun að ákveðið var að klára þróunina, setja líkanið í loftið og bjóða viðskiptavinum niðurstöður til birtingar á eigin vefsvæði.

Góðar viðtökur hjá stjórnendum 

Lausnin hefur hlotið góðar viðtökur og hefur meðal annars Stafrænt Ísland í samstarfi við Sýslumenn á Höfuðborgarsvæðinu innleitt þær fyrir rafræn eyðublöð sín í samstarfi við Taktikal. Fleiri fyrirtæki sem leggja áherslu á ábyrga umhverfisstefnu hafa einnig innleitt lausnirnar. Eitt þeirra er sprotafyrirtækið Frágangur sem þróar lausnir er miða að því að sjálfvirknivæða skjalagerð í bílaviðskiptum.

Taktikal-umhverfistolfraedi-mynd

Helstu forsendur

  • Fari einstaka ferð yfir ákveðna vegalengd eru gögnin ekki tekin með í útreikninga vegna skekkju er gæti myndast við óvenjulega langar vegalengdir sem að jafnaði væru ekki farnar.

  • Minnkað kolefnisfótspor reiknað út frá útblæstri meðalbifreiðar samkvæmt Bílgreinasambandi Íslands eða 127 gr. hvern á ekinn kílómetra

  • Ferð til baka að jafnaði ekki reiknuð þar sem hugsast má að ferðin hefði einnig verið nýtt í öðrum tilgangi

  • Summan af stystu leið að næsta útibú þjónustuaðila

  • Ópersónugreinanleg gögn notuð við útreikninga

Nýjir ferlar fyrir rafrænar undirskriftir eru því ekki einungis partur af hagræðingu fyrirtækja og betri þjónustu fyrir viðskiptavini, heldur einnig góðir fyrir umhverfið.

Viltu vita meira?

Viltu vita meira um hvernig lausnir fyrir rafrænar undirskriftir geta einfaldað reksturinn fyrir þitt fyrirtæki? Sendu okkur línu á hallo@taktikal.is eða heyrðu í okkur í s. 552-5620