Rafrænar undirskriftir
Vörur
Drop & Sign
Einfaldasta leiðin til að senda skjal í undirritun
Smart Forms
Sérsniðnir undirritunarferlar til að innleiða í app og á vefsíður
Fill & Sign
PDF skjöl útfyllt og undirrituð í vafranum
Hvernig getum við aðstoðað þig í dag?
Fljótlegar leiðir til að koma þér af stað í rafrænum undirskriftum
Færsluskrá
Í færsluskránni má sjá stöðuna á öllum skjölum og ferlum er þú hefur sent til undirritunar. Eftir að undirritunarbeiðni er send má í færsluskránni sjá nöfn viðtakenda, tímasetningu og hvort beiðnin var send með SMS eða tölvupósti.
Undirritun
Grænu og bláu tölurnar sýna stöðu undirritunarferils og hversu margir hafa undirritað skjalið. Þar til allir viðtakendur hafa undirritað skjalið er talan ljósblá. Þegar allir viðtakendur hafa undirritað verður talan græn og sjá má undirritunartíma við hlið nafns allra undirritenda. Rauð tala þýðir að viðtakandinn hefur hætt við undirritunina eða hún runnið út á tíma.
Afrita slóð á undirritunarferli
Þar til aðili hefur undirritað má senda honum slóðina á undirritubeiðnina með eigin tölvupósti, SMS eða netspjalli. Það er gert með því að smella á „Afrita slóð á undirun“ og líma slóðina. Þetta getur komið sér vel ef t.d. undirritandi eyðir óvart tölvupósti eða SMS með undirritunarbeiðni.
Afhending skjals
Er allir viðtakandendur hafa undirritað skjalið er skjalið sent á netfang þess er stofnaði ferlið og allra viðtakenda. Einnig er hægt að nálgast undirritaða skjalið í færsluskránni í allt að 30 daga frá undirritun.
Eyða skjali og undirritunarbeiðni
Þangað til allir viðtakendur hafa undirritað skjalið má eyða skjalinu og fella niður undirritunarbeiðnina. Það er gert með því að smella á píluna lengst til hægri og síðan ruslatunnuna hægra megin undir skjalaheitinu. Viðtakendur tölvupóst til staðfestingar á að undirritunarbeiðninni hafi verið eytt.