Rafrænar undirskriftir
Vörur
Drop & Sign
Einfaldasta leiðin til að senda skjal í undirritun
Smart Forms
Sérsniðnir undirritunarferlar til að innleiða í app og á vefsíður
Fill & Sign
PDF skjöl útfyllt og undirrituð í vafranum
Hvernig getum við aðstoðað þig í dag?
Fljótlegar leiðir til að koma þér af stað í rafrænum undirskriftum
Rafrænar undirritanir
Rétt eins og handskrifaðar undirskriftir eru rafrænar undirskriftir á netinu leið til að skrifa undir skjöl. Rafrænar undirritanir byggja á þremur þáttum tímastimpli, undirritun og innsigli. Þær eru lagalega bindandi í flestum löndum um allan heim.
Traust í rafrænum undirskriftum
Rafræn undirskrift getur haft sama vægi og lagaleg áhrif og undirskrift með penna og bleki á hefðbundnu pappírsskjali. Í öllum löndum þar sem rafrænar undirskriftir eru lagalega binandi veltur lagaleg staða þeirra á því að sanna að þessir þrír þættir séu til staðar:
#1 Hver skrifaði undir?
Hægt er að nota fjölda aðferða til að sannreyna auðkenni fólks, eins og staðfestingu með SMS, tölvupósti eða rafrænum skilríkjum, til dæmis Auðkenni á Íslandi og BankID í Svíþjóð og Noregi. Því sterkari auðkennisvörn sem er notuð því öruggari er aðferðin.
#2 Undir hvað var skrifað?
Næsti hluti sem hefur áhrif á lagalega stöðu undirritaðs skjals er innihald skjalsins og ásetningur aðila þess. Hér skiptir máli hvað felst í samningnum og hverju aðilarnir lýstu yfir í undirritaðri útgáfu skjalsins. Ef samningur breytist áður en hann er undirritaður verður nýja orðalagið að nýju samningstilboði.
#3 Hefur skjalinu verið breytt eða hefur verið átt við það eftir undirritun?
Það síðasta sem skiptir máli til að ákvarða lagalega stöðu skjals með rafrænni undirskrift eru heilindi skjalsins eftir undirritun. Það þýðir að eftir að aðilarnir hafa skrifað undir skjalið má hvorki breyta því né eiga við það með nokkrum hætti.
Lög um rafrænar undirskriftir
Árið 2014 samþykkti Evrópusambandið reglugerðina eIDAS (electronic IDentification Authentication and Trust Servises). eIDAS er víðtæk reglugerð sem nær yfir rafræna sannvottun og traustþjónustu fyrir rafrænar færslur á innri markaði Evrópu. Sambærilegar kröfur hafa verið innleiddar í íslensk lög um rafrænar auðkenningar og traustþjónustur er tóku gildi 1. janúar 2020. Lagalegt gildi, eða svokallað fullvissustig undirskrifta, veltur á tegund undirskriftarinnar og skiptir eIDAS þeim uppp í eftirfarandi flokka:
Einföld rafræn undirskrift - SES (Simple Electronic signature)
Skilgreiningin á rafrænni undirskrift í lögum ESB er „gögn á rafrænu sniði sem fylgja eða tengjast rökrænt öðrum gögnum á rafrænu sniði og sem notuð eru af undirritanda til að skrifa undir“ (eIDAS-reglugerð, grein 3). Þar sem lögin kveða ekki á um neinar sérstakar öryggiskröfur er ekki mögulegt að ákvarða lagalegt gildi slíkrarundirskriftar án þess að meta aðferðina og öryggið sem notað er í hverju tilfelli.
Útfærð rafræn undirskrift - AdES (Advanced Electronic Signature)
Samkvæmt eIDAS-reglugerðinni er útfærð rafræn undirskrift rafræn undirskrift sem uppfyllir eftirfarandi kröfu, tengist undirritanda einum, er til þess fallin að bera kennsl á undirritanda, er gerð með rafrænum undirskriftargögnum sem eru eingöngu á forræði undirritanda, og er tengd gögnum á þann hátt að hvers konar breyting á þeim eftir undirritun er greinileg.
Fullgild rafræn undirskrift - QES (Qualified Electronic Signature)
eIDAS-reglugerðin skilgreinir fullgilda rafræna undirskrift sem „útfærða rafræna undirskrift sem er studd fullgildu vottorði og gerð með öruggum undirskriftarbúnaði“.Þessar undirskriftir eru útfærðar rafrænar undirskriftir en verða að uppfylla vissa ESB-staðla (m.a. byggða á svokölluðu fullgildu vottorði) sem þýðir að þær veita meira öryggi en útfærðu undirskriftirnar. Þú býrð til þessa undirskrift með hjálp búnaðar sem er sérhannaður til að búa til rafrænar undirskriftir. Dómstóll verður venjulega að veita þessum vottorðum sama lagalega gildi og handskrifaðri undirskrif
Hvernig er hægt að staðfesta uppruna rafrænnar undirskriftar?
Til að sannreyna réttmæti og uppruna rafrænna undirskrifta má til dæmis nota Adobe Reader. Þegar skjalið er opnað í Acrobat Reader má sjá undirskrift eða undirskriftir efst eða neðst í skjalinu. Einnig má sjá hvort undirskriftir í skjalinu séu gildar þegar grænt merki birtist efst í skjalinu.

Einnig eru til ýmsar vottunarþjónustur þar sem hlaða má upp skjölum og sannreyna undirritanir margra skjala í einu.