Hvernig getum við aðstoðað þig í dag?

Fljótlegar leiðir til að koma þér af stað í rafrænum undirskriftum

Stillingar og aðgangsstýringar

Á stillingarsíðunni má sjá upplýsingar um aðganginn þinn, fyrirtækið og einnig bæta við notendum á aðgangi fyrirtækisins. Þú opnar stillingar efst í hægra horninu við nafnið þitt.

settings
Stillingar eru í fellilistanum undir nafninu þínu efst til hægri

Stjórnendaaðgangur og notendaaðgangur

Tvær tegundir eru af aðgangi; stjórnendaaðgangur og notendaaðgangur. Stjórnendaaðgangur (admin) hefur meiri réttindi (user) og er notandi með stjórnendaaðgang t.d. notandinn sem getur bætt við notendum og séð tölfræði yfir notkun allra notenda.

admin
Leiðarkerfi fyrir stjórnendaaðgangur
user
Leiðarkerfi fyrir notendaaðgang

Fyrirtækið

Undir stillingum fyrir fyrirtækið sérð þú helstu upplýsingar um fyrirtækið þitt og getur breytt netfangi fyrirtækis.

company
Fyrirtækjastillingar

Stillingar á útliti og merki (e. logo)

Undir stillingum fyrir útlit má setja inn merki (logo) og lit fyrirtækis.Þegar merki hefur verið sett inn birtist það í vinstra horni á undirritunarsíðunni. Einnig verða titlar og hnappar í lit fyrirtækis þíns eftir að litur hefur verið valinn.

utlit
Útlitstillingar

Til vinstri má sjá undiritunarferlið eins og það birtist viðtakendum. Skoða má ferlið með því að smella á hnappan eða nota örvarnar niður til hægri. Einnig má sjá hvernig undirritunarferlið lítur út í síma með því að smella á síma merkið neðst vinstra megin. Til hliðar má smella á „fullscreen“ táknið til að skoða undirritunarferlið í fullum skjá.

Velja lit og merki fyrirtækis

Til að bæta inn merki (e. logo) fyrirtækis er nóg að smella á táknið við merki Taktikal. Við það opnast gluggi og þú velur mynd af merkinu úr tölvunni þinni á PNG sniði. Næst velur þú stærð merkisins. Stærðinar eru reiknaðar út frá hlutföllum á merkinu og hvernig það birtist á skjánum. Að lokum setur þú inn lit fyrirtækis þíns. Liturinn verður að vera HEX gildi. Ef þú þekkir það ekki HEX gildi litarins getur þú notað Google HEX picker til að finna rétt gildi. Að lokum vistar þú breytingarnar til að þær taki gildi.

Notendur

Undir flipanum notendur má sjá alla þá sem eru með aðgang að fyrirtækinu. Þar getur aðili með stjórnendaaðgang (e. admin) bætt við nýjum notendum og eytt notendum.

notendur
Stillingar fyrir notendur

Aftur í yfirlit