Hvernig getum við aðstoðað þig í dag?

Fljótlegar leiðir til að koma þér af stað í rafrænum undirskriftum

Tölfræði

Með tölfræðimælaborðinu má hafa fylla yfirsýn yfir notkun kerfisins helstu tölfræði varðandi notkun allra lausna Taktikal ásamt upplýsingar varðandi magntölur einstakra notenda.

tolfraediportal
Tölfræði er í leiðarkerfinu til vinstri

Magntölur einstakra notenda sjá aðeins notendur með stjórnendaaðgang (e. admin).

Umhverfistölfræði

Umhverfistölfræði sýnir jákvæð umhverfisáhrif af notkun lausna fyrir fyrirtækið. Reiknað er út frá stystu vegalengd frá lögheimili undirritenda. Minnkað kolefnisspor er reiknað út frá kílómetrafjölda samkvæmt útreikningum Bílgreinasambands Íslands fyrir útblástur meðalbifreiðar eða 127 gr á hvern kílómeter. Öll gögn eru ópersónugreinanleg.

umhverfistolfraedi
Tölfræðina má birta einnig sem síðuhlut (e. widget) á vef viðskiptavinar.

Breytingar á notkun yfir tíma

Sjá má hvernig notkun þróast yfir tímabil á þremur mánuðum. Sjá má notkun yfir tímabil hvers mánaðar frá 26. fyrri mánaðar til 25. þess mánaðar sem tímabilið nær yfir sem og breytingar á milli mánaða.

Undirritanir yfirlit

Ýtarlegri tölfræði fyrir Drop & Sign

Undir Drop & Sign flipanum má finna ýtarlegri tölfræði sem gefa frekari innsýn í notkun kerfisins.

Meðalundirritunartími

Hér má sjá hversu lengi notendur eru að jafnaði að klára undirritunarbeiðnir í Drop & Sign. Tíminn er reiknaður frá því þegar beiðnin er send og að þeim tímapunkti þar sem allar undirskriftir eru komnar á skjalið.

undirritunartimi1
Undirritunartími

Fjölda undirritana og árangurshlutfall

Súluritið hér að neðan sýnir fjölda undirritana eftir dögum, hversu mörgum er lokið og hversu margar renna út á tíma eða eru felldar niður.

fjoldiundirritanna
Tölfræði fyrir fjölda undirritanna

Meðaltími undirritunar eftir dögum

Hér má sjá hversu lengi notendur eru að jafnaði að klára undirritunarferli eftir dögum.

undirrituneftirdegi
Undirritunartími eftir degi

Tölfræði á ferlum

Einnig má sjá ýtarlegri sundurliðun á tölfræðinni eftir lausnum í rekstri. Undir þær lausnir falla til dæmis lausnir í Taktikal Fill & Sign og Smart Forms. Ef engar slíkar lausnir eru skráðar í rekstri hjá fyrirtækinu birtist tölfræðin ekki.

Aftur í yfirlit