Hvernig getum við aðstoðað þig í dag?

Fljótlegar leiðir til að koma þér af stað í rafrænum undirskriftum

Algengar spurningar

Hvernig virkar Drop & Sign?

Lausnin er einföld í notkun og krefst einungis að undirritandi sé með gild rafræn skilríki.

1. Notandi skráir sig inn á app.taktikal.is með rafrænum skilríkjum

2. PDF skjalið sem á að undirrita er valið 

3. Kennitala, símanúmer og netfang undirritanda er slegið inn

4. Sendingarmáti er valinn (Tölvupóstur eða SMS)

5. Undirritandi fær senda örugga slóð á skjalið

6. Eftir að allir hafa undirritað skjalið er það sent með tölvupósti til allra undirritenda 

Eru rafrænar undirritanir öruggar og löglegar?

Rafrænar undirritanir eru þær öruggustu sem fáanlegar eru í dag og uppfylla lög um rafrænar undirskriftir og traustþjónustur samkvæmt íslenskum lögum og eIDAS reglugerð Evrópuþingsins https://www.althingi.is/altext/stjt/2019.055.html

Get ég sent á fleiri en einn undirritendur?

Já hægt er að senda á eins marga undirritendur eins og þörf er á hverju sinni.

Get ég sent öll PDF skjöl í undirritun?

Já hægt er að senda öll skjöl í undirritun svo lengi sem þau eru ekki læst.

Hvaða geri ég ef skjalið er á Word sniði?

Einfalt er að hlaða Word skjölum niður á PDF sniði áður en það er sent í undirritun með því að velja Save as (Vista sem) > PDF file.

Get ég hætt við undirritunarferli, t.d. ef ég sendi rangt skjal?

Einfalt er að hætta við undirritunarferli með því að fara undir færsluskrá og velja eyða skjali.

Er hægt að breyta skjalinu eftir að undirritunarferli er hafið?

Af öryggisástæðum er ekki hægt að breyta skjalinu þegar undirritunarferli er hafið.

Af hverju þarf ég að slá inn bæði kennitölu og símanúmer undirritanda?

Undirritunin er tengd kennitölu. Þannig getur einungis handhafi rétts skilríkis undirritað skjalið.

Hvernig vista ég undirritaða skjalið hjá mér?

Skjalið er sjálfkrafa sent til þín og undirritenda í tölvupósti. Jafnframt má sækja skjalið undir færsluskrá í 30 daga frá því undirritun lýkur. Einnig er mögulegt að tengja beint í skjalakerfi (krefst sértengingar).

Hvernig get ég sannreynt að undirritunin sé gild?

Auðvelt er að sannreyna og skoða upplýsingar um undirritanir í skjalinu með því að opna skjalið í Acrobat Reader og smella á undirritunina efst í skjalinu. Ef grænt hak birtist eru allar undirritanir í lagi og skjalinu hefur ekki verið breytt frá undirritun. 

Með því að smella á undirritunina má einnig sjá upplýsingar um vottaðan undirritunartíma og skilríki allra undirritenda.

acrobat-reader

Hafðu samband

Fannstu ekki það sem þú leitaðir að?

Gleymdum við einhverju eða ertu með einhverjar frekari spurningar. Smelltu inn upplýsingunum þínum og við svörum þér innan skamms.