Lausnir fyrir þjónustuaðila

Sveigjanlegar lausnir

Taktikal býður upp á sveigjanlegri lausnir fyrir rafrænar undirskriftir en áður hafa þekkst. Lausnir sem gera þínu fyrirtæki kleift að bjóða bestu mögulegu upplifun í rafrænum undirskriftum.

Smart forms
Smart forms
Fill & Sign
Fill & Sign
Drop & Sign
Drop & Sign
smartforms-illusmartforms-illu
Smart Forms

Sérhannaðir ferlar til innleiðingar í app og vefsíður

Smart Forms er sveigjanlegasta lausnin í vöruframboði Taktikal. Lausnina má aðlaga að ásýnd og innri ferlum fyrirtækja og má tengja við bæði öpp og vefsíður.

Virkni

Hvernig virkar Smart Forms

Smart Forms er sveigjanleg lausn sem aðlagast þínu vörumerki og viðmóti, ásamt því að leiða notandann áfram og safna réttum gögnum á réttum tíma. Smart Forms styður API tengingar við helstu viðskiptakerfi og gagnagrunna. Smart Forms styðja þannig sjálfvirknivæðingu í innri ferlum.

Skjöl og skjáir til undirritunar eru framkölluð í bæði HTLM og PDF í rauntíma sem þýðir mikinn sveigjanleika í lifandi gögnum og tengingum við gagnagrunna og tékklista í samningum og skjölum.

screen
1. Viðskiptavinur fyllir út upplýsingar

Viðskiptavinur fer í gegnum ferlið, t.d. til að sækja um nýja þjónustu, og fyllir út upplýsingarnar

group
2. Upplýsingum safnað saman í skjal til undirritunar

Upplýsingunum er safnað saman í HTML skjal (skjá) þar sem viðskiptavinur staðfestir og hefur undirritunarferlið.

eid
3. Viðtakandi undirritar rafrænt

Viðtakandi undirritar skjalið með rafrænum skilríkjum og skjalið er sent í skjalaverið þitt.

Þjónusta

Þetta er innifalið í lausninni

eID
Auðkenning með rafrænum skilríkjum

Auðkenndu notendur með rafrænum skilríkjum á símanum.

file system
Tenging við skjalakerfi

Tengingar við Sharepoint, Dokobit portal og önnur nútíma skjalakerfi fyrir skjölin þín.

timestamp
Vottaður tímastimpill

Öll skjöl eru tímastimpluð við undirritun svo sjá má allar upplýsingar um undirritunina í skjalinu sjálfu.

attach
Viðhengi

Viðskiptavinir geta sent viðhengi með rafrænt undirrituðu skjölunum.

Doc
Fullgild rafræn undirritun

Taktikal notast einungis við fullgildar rafrænar undirrritanir sem uppfylla ströngustu öryggiskröfur.

Seal
Innsiglað skjal

Öll undirrituð skjöl eru innsigluð svo ekki er unnt að breyta skjalinu án þess að ógilda undirritun

File
Sérhannað viðmót

Sérhannað viðmót sem fellur inn í þína vefsíðu, þjónustuvef eða app.

Hi
Sérhönnuð skilaboð

Sérhönnuð skilaboð sem fylgja notanda í gegnum ferlið bæði í viðmóti og í tölvupóstum..

SMS
SMS

SMS til að fá rafræna undiritun með hraði frá hverjum sem er og hvar sem er.

Email
Email

Sjálfvirkir tölvupóstar merktir þínu firmamerki með tilkynningum til notenda.

Viðskiptakerfi
Tengingar við viðskiptakerfi

Við aðstoðum við tengingar við öll helstu viðskiptakerfi eins og Navision o.fl.

Stats
Tölfræði

Tölfræði yfir undirritanir og hlutfall undirritaðra sem er lokið eftir tegundum.

Illu - Case studyIllu - Case study
Case study

Nýskráning í Félag Lykilmanna

Félag lykilmanna leitaði til Taktikal og vantaði lausn þar sem hægt væri að sækja um aðild í félaginu og klára að undirrita samning - allt saman með rafrænum skilríkjum. Fyrstu kynni félagsmanna eru ætíð í gegnum umsóknarferlið og því mikilvægt að gera ferlið einfalt og öruggt.

Hafðu samband

Viltu vita meira um Smart Forms?

Gleymdum við einhverju, eða ertu með einhverjar frekari spurningar? Smelltu inn upplýsingunum þínum og við svörum þér innan skamms.