Hraðari afgreiðsla með rafrænum þinglýsingum

Með rafrænum þinglýsingum og aflýsingum er hægt að bjóða viðskiptavinum upp á betri þjónustu með því að fjarlægja biðina sem fylgir hefðbundnum þinglýsingum á pappír. Í vefgáttinni getur þú séð yfirlit yfir öll þín mál, eða látið gögnin flæða beint yfir í málakerfið þitt með nútímalegum vefþjónustum.

StatsLausnir123
RafThinglysScreen

Þinglýsingar í skýjalausn

Þjónusta Taktikal fyrir rafrænar þinglýsingar er stöðluð skýjalausn sem á bein samskipti við grunnkerfi hjá Stafrænu Íslandi er gerir þinglýsingabeiðendum kleift að ganga frá þinglýsingu með rafrænum og sjálfvirkum hætti. Með því má ganga frá þinglýsingu eða aflýsingu nauðsynlegra skjala á nokkrum mínútum og án ferðalaga á afgreiðslustaði Sýslumanna um allt land.

Einföld tenging við núverandi kerfi

Almenningur og fyrirtæki gera sífellt meiri kröfu um að geta afgreitt sín mál rafrænt. Rafrænar þinglýsingar hafa hingað til aðeins verið á færi stærstu fyrirtækja eins og banka að innleiða. Ástæðan er flókin hugbúnaðarinnleiðing sem krefst mikillar sérþekkingar ásamt miklum kostnaði við uppsetningu í innri kerfum. Með lausn Taktikal geta fyrirtæki og stofnanir, sett upp rafræn ferli fyrir þinglýsingar og tengt við innri kerfi sín, eða einfaldlega notað þjónustuvef Taktikal.

Helstu kostir rafrænna þinglýsinga

icon-shield

Þinglýsingar eru framkvæmdar samstundis og eru ekki háðar opnunartíma Sýslumanna

icon-shield

Engin þörf fyrir bílferðir sem þýðir minna kolefnisspor.

icon-shield

Nútímavædd og betri þjónusta fyrir notendur og talsverður tímasparnaður fyrir starfsfólk

icon-shield

Hvert skjal fer í gegnum prófanir sem grípur villur áður en að þinglýsingu kemur.

Dæmi um notkun

notkunarmöguleikar asset
á einum stað

Allar lausnir á einum stað

Með lausn Taktikal hefur starfsfólk yfirsýn yfir aflýsingar, þinglýsingar og rafrænar undirskriftir á einum stað.

green dot

Öllum nauðsynlegum undirskriftum safnað og þinglýsingarbeiðni sannreynd áður en beiðni er send inn til þinglýsingar

green dot

Tekið á móti kauptilboðum og tilboð undirrituð með rafrænni undirskrift.

green dot

Kaupsamningar útbúnir og upplýsingar fengnar beint úr fasteignaskrá í sérsniðið samningssniðmát.

Þetta er innifalið í lausninni

Einfalt viðmót
Einfalt viðmót

Viðmótið er einfalt fyrir starfsfólk og viðskiptavini og einfalt að innleiða lausnirnar inn í núverandi ferla

icon-filesystem-shield
Tenging við skjalakerfi

Tengingar við Sharepoint, Go Pro og önnur skjalakerfi fyrir skjölin þín.

gears icon
Sannprófanir

Sjálfvirkar sannprófanir á innsendum upplýsingum áður en eiginleg þinglýsing fer fram.

Uppfyllir reglur
Uppfyllir reglur

Uppfyllir ströng skilyrði reglugerðar nr. 360/2019 um rafrænar þinglýsingar.

ISO 270001 vottun
ISO 27001 vottun

Taktikal leggur áherslu á upplýsingaöryggi og hefur öðlast ISO 27001 vottun til að tryggja öryggi gagna þinna.

File
Sérhannað viðmót

Sérhannað viðmót sem fellur inn í þína vefsíðu, þjónustuvef eða app.

Stats
Tölfræði

Tölfræði yfir undirritanir og hlutfall undirritaðra sem er lokið eftir tegundum.

Betra fyrir umhverfið
Betra fyrir umhverfið

Ekki nóg með að draga má úr pappírsnotkun, heldur fækkar líka óþarfa bílferðum með skjöl til undirritunar.

HAFÐU SAMBAND

Viltu vita meira um rafrænar þinglýsingar?

Gleymdum við einhverju, eða ertu með einhverjar frekari spurningar? Smelltu inn upplýsingunum þínum og við svörum þér innan skamms.