traustir ferlar með taktikal smartflows.
sjálfvirkir ferlar sem uppfylla ströngustu kröfur
Settu upp sjálfvirka ferla á auðveldan og sveigjanlegan máta. Breyttu og aðlagaðu eftir þörfum ásamt því að uppfylla ströngustu kröfur á hverjum og einum tíma.
Treyst af
byggðu þína eigin ferla, skref fyrir skref
Fjöldi sniðmáta með SmartFlows
Með Taktikal geturðu útbúið sveigjanleg vef form sem framkvæma mismunandi aðgerðir byggt á ef/þá rökum og koma í staðinn fyrir útfyllt eyðublöð og reiti. Með tilbúnum sniðmátum getur þú byrjað strax og jafnframt tryggt öryggi í hverju skrefi.
hannaðu ferli eins og hentar þér
Eitt svæði fyrir rafræna ferla, undirskriftir og margt fleira
Vantar þig notendavæna leið til að senda skjöl í rafræna undirritun, leið til að auðkenna notendur, sérsniðið ferli sem uppfyllir tiltekið regluverk og safnar gögnum frá mörgum gagnagrunnum, eða kannski eitthvað þar á milli?
Taktikal er með breitt úrval af rafrænum lausnum sem vinna saman að því að spara fyrirtækinu þínu tíma og pening.
undirritanir með eða án rafrænna skilríkja
Ánægðustu viðskiptavinirnir þrjú ár í röð
TAKK FYRIR!
*Samkvæmt stjórnendakönnun Maskínu í Desember 2021, 2022 og 2023 er Taktikal með hlutfallslega flesta viðskiptavini í rafrænum undirskriftum sem eru tilbúnir til að mæla með þjónustunni þriðja árið í röð.
hvað segja viðskiptavinir okkar
Sparaðu þér kolefnissporin
Taktikal safnar jákvæðri umhverfistölfræði. Vistuð eru ópersónugreinanleg gögn er reikna vegalengdir í Google maps ásamt gögnum um CO2 útblástur frá Bílgreinasambandinu. Tölfræðina má birta sem síðuhlut (e. widget) á vef viðskiptavinar.
vERÐLAUN OG Viðurkenningar
ISO 27001 Vottun
ISO vottað stjórnkerfi staðfestir að Taktikal er með kerfi til að stjórna upplýsingaöryggi, þar á meðal áhættustýringu, öryggisþjálfun fyrir starfsmenn og fylgni við regluverk. Fyrir Taktikal felur þetta í sér alþjóðlegar reglur eins og GDPR (persónuvernd) og reglugerð Evrópusambandsins um rafræna auðkenningu og traustþjónustu (eIDAS).
Jafnvægisvogin
Taktikal hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar frá FKA árið 2022. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi. Til að hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar þurfa fyrirtæki að sýna fram á að hafa náð að minnsta kosti 40/60 hlutfalli á milli kynja í framkvæmdastjórn.
Fyrirmyndarfyrirtæki í Rekstri
Taktikal hlaut viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, en einungis 2,3% fyrirtækja uppfylltu ströng skilyrði til að hljóta viðurkenninguna þetta árið. Þessi viðurkenning á fyrst og fremst við um fjárhagslegan rekstur og árangur fyrirtækisins. Með því er ýtt undir gagnsæi í þessum efnum og þau fyrirtæki sem búa við stöðugleika og vöxt dregin fram.
Tækniþróunarsjóður
Taktikal hefur í tvígang hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís um samtals 70 milljón króna til þróunar á ýmsum tæknilausnum. Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.
Vaxtarsprotinn
Taktikal hefur hlotið viðurkenningu Vaxtarsprotans 2018 fyrir öflugan vöxt á meðal sprotafyrirtækja. Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands.
Íslensku vefverðlaunin
Fill & Sign lausn Taktikal var valin stafræn lausn ársins hjá Íslensku Vefverðlaununum. Verðlaunaafhendingin fór fram þann 27. mars 2020.
Fréttir
SAMBAND ÍSLENSKRA SPARISJÓÐA VELJA SMARTFLOWS FRÁ TAKTIKAL
Sparisjóðirnir hafa valið SmartFlow lausn frá Taktikal til að einfalda og umbreyta verkferlum hjá sér. Með SmartFlows geta Sparisjóðirnir sett upp og hannað stafræna ferla á auðveldan og hagkvæman máta.
Fréttir
TAKTIKAL GERIR SAMNING VIÐ ALÞJÓÐLEGAN RISA Í AUÐKENNINGARLAUSNUM
Taktikal hefur gert samstarfssamning við Veriff, leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki í auðkenningarlausnum. Með samstarfinu opnar Taktikal fyrir viðskiptavini á heimsvísu með miklar kröfur um öryggi.
11.000+
3 mínútur
98%
taktu fyrsta skrefið
Smelltu inn upplýsingunum þínum og við svörum þér innan skamms.
Tölum um hvernig lausnirnar okkar geta mætt þínum þörfum.
Fyrirspurnir vegna reikninga skal senda á billing@taktikal.is