Skilmálar
Eftirfarandi þjónustuskilmálar gilda frá og voru síðast uppfærðir 20. janúar 2019.
Þjónustuskilmálar Taktikal
Með því að nota þjónustu okkar samþykkirðu að vera bundin(n) af þessum þjónustuskilmálum, gagnavinnslusamningi, og viðbótarákvæðum og -skilmálum sem þér kunna að vera veittir á vefsvæðinu okkar áður en þú pantar þjónustu. Ef ekki er hægt að leysa einhver ákvæði í þessum skjölum með öðrum hætti en þannig að upp komi ágreiningur á milli eða meðal þeirra, skal eftirfarandi forgangsröð gilda varðandi túlkun og beitingu ákvæða þessara þjónustuskilmála: (1) í fyrsta lagi, sérskilmálar og/eða viðbótarskilmálar; (2) í öðru lagi, gagnavinnslusamningur; (3) í þriðja lagi, þessir þjónustuskilmálar.
Ef þú samþykkir þessa skilmála fyrir hönd annars aðila, eins og vinnuveitanda þíns eða fyrirtækisins sem þú vinnur fyrir, staðfestir þú að þú hafir lagaheimild til að binda þann aðila. Ef þú samþykkir ekki þessa þjónustuskilmála, gagnavinnslusamning, ásamt sérskilmálum er þér óheimilt að nota þjónustuna.
Skilgreiningar
- Þjónustuveitandi, Taktikal ehf., Borgartúni 25, 105 Reykjavík, kt. 540317-2080.
- Viðskiptavinur, þú Einka- eða lögaðili sem notar þjónustuna.
- Viðskiptavinagögn, Skrár og önnur stafræn gögn og upplýsingar sem viðskiptavinurinn hleður upp í þjónustuna.
- Persónuupplýsingar, Upplýsingar sem tengjast auðkenndum eða auðkennanlegum einstaklingi.
- Notandi, Einstaklingur sem fær heimild til að nota þjónustuna fyrir hönd viðskiptavinar.
- Gögn, Vefsvæðið, kerfið, hugbúnaður og allt efni, þjónusta og/eða vörur sem eru í boði á eða í gegnum verkvanginn sem veittur er af þjónustuveitandanum.
- Sérskilmálar, Öll sérstök ákvæði, skilmálar og skilyrði sem aðilarnir hafa samþykkt sem víkja frá þessum skilmálum.
- Notandaaðgangur, Aðgangur notanda sem tengdur er viðskiptavininum.
- Aðgangsstjóri, Einstaklingur sem hefur umsjón með þjónustu notenda fyrir viðskiptavin.
- Skilmálar, Nýjasta útgáfan af þessum skilmálum og skilyrðum varðandi notkun á þjónustunni, þar á meðal gagnavinnslusamningur.
Þjónustan
Samningur þessi veitir viðskiptavini aðgang að hugbúnaðarlausn Taktikal fyrir rafrænar undirskriftir í samræmi við Reglugerð (ESB) nr. 910/2014 (eIDAS).
Í aðgangi þjónustukaupa fellst notkunarréttur á samningstíma, en ekki eignarréttur. Viðskiptavini er óheimilt að framselja hugbúnaðarlausnina eða notkun lausnarinnar með nokkrum hætti, breyta eða fela öðrum að breyta hugbúnaðinum, brjóta hann niður (reverse engineering of software) nema Taktikal veiti skriflegt samþykki fyrir slíku.
Við gerum okkar besta til að gera þjónustuna viðskiptavinum og notendum aðgengilega allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, fyrir utan skipulagða niðritíma með fyrir fram tilkynningu til notenda.
Skyldur viðskiptavinar
Viðskiptavinur skal veita Taktikal nauðsynlegar og æskilegar upplýsingar til þess að Taktikal geti sinnt skyldum sínum samkvæmt samningi þessum. Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að tryggja að hann hafi þann vél- og hugbúnað sem nauðsynlegur er svo hægt sé að veita þjónustuna.
Það er á ábyrgð viðskiptavinar að hugbúnaður hans sé laus við vírusa, trójuhesta eða annars konar hugbúnað eða kóða sem hafa skaðlega eiginleika, að hugbúnaður hans sé á viðurkenndu formi, og hugbúnaður hans geti ekki, á einn eða annan hátt, skaðað eða haft slæm áhrif á hugbúnaðarlausn Taktikal eða þjónustuna.
Verð og greiðslur
Verð, eiginleikar og takmörk þjónustunnar velta á þeirri verðáætlun sem sett er upp í sérskilmálum sem og þeim breytingum sem viðskiptavinur á frumkvæði að. Viðskiptavinur getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er, og tekur uppsögnin gildi 30 dögum síðar m.v. mánaðarmót.
Öryggi og persónuupplýsingar
Taktikal leggur áherslu á að tryggja öryggi gagna út frá sjónarmiðum persónuverndar. Færslusaga í gagnagrunnum hugbúnaðar Taktikal geymir þannig einungis gögn sem nauðsynleg eru til að tryggja rekstraröryggi og áreiðanleika hugbúnaðarins.
Aðgangur viðskiptavinar
Viðskiptavinur ber ábyrgð á öllum aðgerðum sem eiga sér stað á notandaaðgangi sínum. Notandaaðgangur getur einnig verið veittur af aðgangsstjóra viðskiptavinar sem ber ábyrgð á umsjón með notandaaðgangi starfsmanna sinna.
Takmörkun ábyrgðar
Við berum ekki ábyrgð á bilunum í þjónustunni eða hugbúnaðargöllum og tökum ekki á okkur neinn kostnað vegna slíkra atvika, beins eða óbeins taps eða glataðs hagnaðar og greiðum ekki bætur vegna mögulegra óþæginda sem viðskiptavinurinn gæti orðið fyrir.
Hugverkaréttindi
Vörumerki okkar og vöruheiti, mega aðeins vera notuð af þriðja aðila ef hann hefur fengið skriflegt samþykki frá okkur áður en þeir nota það í útgefnu efni eða á vefsvæðum.
Breytingar
Við áskiljum okkur rétt, að eigin ákvörðun, til að breyta þessum þjónustuskilmálum hvenær sem er. Nema annað sé sérstaklega tekið fram verða slíkar breytingar tilkynntar í gegnum þjónustuna með 30 daga fyrirvara. Kannaðu reglulega hvort breytingar hafi verið gerðar á skilmálunum. Áframhaldandi notkun þín á þjónustu okkar eftir slíkar breytingar jafngildir bindandi samþykki á slíkum breytingum.
Óviðráðanleg atvik (Force Majeure)
Við berum ekki ábyrgð á því ef þær skyldur sem hér eru nefndar eru ekki uppfylltar eða aðeins að hluta ef ástæður þess eru sérstakar aðstæður sem við gátum ekki séð fyrir, komið í veg fyrir eða fjarlægt með nokkrum hætti (Force Majeure aðstæður). Við skulum tilkynna viðskiptavininum um Force Majeure aðstæðurnar innan 5 (fimm) almanaksdaga eftir að þær koma upp og sýna um leið fram á að við höfum gripið til allra skynsamlegra úrræða og ráðstafana til að draga úr kostnaði eða neikvæðum afleiðingum.
Gildandi lög
Þessir þjónustuskilmálar skulu gerðir og túlkaðir samkvæmt íslenskum lögum. Komi upp ágreiningur eða deilur milli viðskiptavinarins og þjónustuveitandans varðandi þessa þjónustuskilmála skulu aðilarnir reyna að ná sáttum. Ef sættir nást ekki skulu allar óleystar deilur, ágreiningur og kröfur sem upp koma vegna þessara þjónustuskilmála eða tengjast þeim, brotum á þeim, riftun eða gildi, leystar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sérstakir skilmálar
Viðskiptavinurinn og þjónustuveitandinn geta samið um sérstaka skilmála sem víkja frá þessum skilmálum. Allir slíkir samningar verða að vera undirritaðir af til þess bærum fulltrúum beggja aðila, og skulu ganga framar þessum skilmálum.
Uppsögn
Þú getur hætt að nota þjónustuna hvenær sem er. Við áskiljum okkur rétt til að hætta að veita þjónustuna eða færa veitingu þjónustunnar í hendur einhvers þriðja aðila með því að tilkynna viðskiptavininum um það með minnst 6 mánaða fyrirvara. Í slíku tilfelli fá viðskiptavinir sem hafa keypt þjónustu sem nær lengra en fyrirvarinn endurgreiðslu á þeim mánuðum sem þjónustan var ekki veitt.
Við áskiljum okkur rétt til að hætta að veita þjónustuna, fyrirvaralaust, ef viðskiptavinur eða notandi brýtur gegn þessum þjónustuskilmálum.
Hafðu samband
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt gera athugasemdir við notkunarskilmála þessa geturðu haft samband við þjónustuteymi okkar í gegnum netfangið hallo@taktikal.is.