Rafrænar undirskriftir
Vörur
Drop & Sign
Einfaldasta leiðin til að senda skjal í undirritun
Smart Forms
Sérsniðnir undirritunarferlar til að innleiða í app og á vefsíður
Fill & Sign
PDF skjöl útfyllt og undirrituð í vafranum
Taktikal API
Hugbúnaður Taktikal hefur frá upphafi verið hannaður í kringum API vefþjónustuskil. Taktikal býður upp á Rest API forritunarskil og viðmót fyrir allar helstu aðgerðir fyrir rafrænar undirskriftir og rafrænar auðkenningar.
API vefþjónustur fyrir undirskriftir og auðkenningar
API vefþjónustuskil eru öflug leið til að byggja upp nýjar lausnir í eigin viðmóti og til að samþætta við þær lausnir sem þegar eru í rekstri. Hægt er að senda skjöl í undirritun beint úr eigin kerfum og að undirritun lokinni má senda skjölin og viðhenig ásamt lýsigögnum sjálfkrafa til baka í skjalakerfi. Einnig má fylgjast með stöðu skjala í undirritunarferlinu og kalla eftir stöðum út frá kennitölum eða öðrum einkvæmum auðkennum.
Svona getur þú notað API
Með vefþjónustu má sjálfvirknivæða verkflæði og gera þau afkastameiri.
Örugg afhending gagna með vefþjónustuskilum í skjalakerfi.
Vefþjónusta fyrir undirritun, stöðufyrirspurnir og afhendingu skjala.
Vefþjónusta fyrir auðkenningu með rafrænum skilríkjum.
Vefþjónusta fyrir rafræna innsiglun á skjölum fyrir upprunavottun skjala.
Tilbúin undirritunarferli til samþættingar á vefsíður og þjónustuvefi.
Sæktu um API þróunaraðgang
Fylltu út formið til að senda fyrirspurn um API vefþjónustur og sækja um aðgang að API þróunarumhverfi Taktikal.