Tryggðu heilleika skjala með rafrænum innsiglunum

Við kynnum rafrænar innsiglanir

Taktikal Drop & Sign user interface

Með rafrænum innsiglunum geta fyrirtæki og stofnanir tryggt uppruna og heilleika skjala á öruggan hátt með rafrænum hætti. Innsiglanir Taktikal innihalda að auki tímastimpil frá vottuðum EU tímaþjóni (Qualified TSA). Innsiglunarþjónustu má nálgast í gegnum vefgátt Taktikal eða API vefþjónustu.

hentar vel fyrir

Byggingarteikningar
Vottorð
Dómsskjöl
Prófskírteini
Skírteini
Reikningar

hvernig virka rafrænar innsiglanir?

View faq
1. Finndu skjalið sem þú vilt innsigla
View faq
2. Innsiglun
View faq
3. Vistaðu á góðum stað

Rafrænar innsiglanir í hnotskurn

Taktikal Drop & Sign user interface

Rafræn innsiglun er einskonar stafrænt ígildi stimpils sem settur er á skjal til að staðfesta uppruna þess og tryggja heilleika skjalsins. Innsiglun notar skilríki lögaðilans sem inniheldur kennitölu lögaðilans, t.d. stofnunar eða fyrirtækis til að innsigla skjalið. Rafræna innsiglið tengist því lögaðila, en ekki persónu líkt og þegar um rafrænar undirskriftir einstaklinga er að ræða

Auðveld og þægileg samþætting

Rest API vefþjónustan okkar er öflug leið til að byggja nýjar lausnir í þínu eigin viðmóti og samþætta við þær lausnir sem eru þegar í notkun.

Hægt er að senda skjöl í innsiglun beint úr eigin kerfum og eftir innsiglun er hægt að fá skjölin og tengd lýsigögn sjálfkrafa til baka í skjalakerfið.


const taktikal = require("@taktikal/js-sdk");
const taktikal = taktikal({
	apiKey: "API_KEY",
	parentId: "veriff-root",
	onSession: function (err, response) {},
});
Taktikal.mount();

const taktikal = require("@taktikal/js-sdk");
const taktikal = taktikal({
	apiKey: "API_KEY",
	parentId: "veriff-root",
	onSession: function (err, response) {},
});
Taktikal.mount();

const taktikal = require("@taktikal/js-sdk");
const taktikal = taktikal({
	apiKey: "API_KEY",
	parentId: "veriff-root",
	onSession: function (err, response) {},
});
Taktikal.mount();

const taktikal = require("@taktikal/js-sdk");
const taktikal = taktikal({
	apiKey: "API_KEY",
	parentId: "veriff-root",
	onSession: function (err, response) {},
});
Taktikal.mount();

Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja

„Starfsfólk Orkusölunnar hefur átt mjög auðvelt með að tileinka sér lausnir Taktikal sem eru orðnar lykilþáttur í starfsemi félagsins, bæði gagnvart viðskiptavinum en einnig í innri starfsemi þess.“
Erling Ormar Vignisson
Þróunarstjóri stafrænna lausna, Orkusalan
„Taktikal gerir okkur kleift að framkvæma áreiðanleikakannanir á okkar viðskiptavinum með rafrænum hætti. Ferlið er einfalt og fljótvirkt og hefur gefist afar vel. Bæði við og viðskiptavinir okkar hafa verið mjög ánægðir með þjónustuna.“
Daði Kristjánsson
Framkvæmdastjóri, Viska Digital Assets
„Undirritunarlausnir Taktikal hafa stytt afgreiðslutíma félagsins umtalsvert. Í sumum tilfellum frá tveimur dögum niður í þrjár mínútur! Breytingin hefur einnig aukið skilvirkni hjá okkar starfsfólki.“
Sverrir Scheving Thorsteinsson
Tæknistjóri, Vörður
„Innleiðingarferlið tók aðeins 1-2 daga og gekk framar vonum. Fyrir viðskiptavini okkar þýða þessar breytingar betri þjónustu og hraðari afgreiðslu auk þess sem uppfært rafrænt ferli auðveldar verulega vinnuna hjá starfsfólki.“
Fannar Ásgrímsson
Stefnumótun og viðskiptaþróun, Sjóvá
„Okkar mat er að lausnin hafi stutt mjög við mikla fjölgun félagsmanna sl. 12 mánuði, en yfir 95% félagsmanna sem gengið hafa í félagið sl. 12 mánuði hafa undirritað inngöngubeiðni rafrænt.“
Gunnar Páll Pálsson
Formaður, Félag lykilmanna
Previous testimonial
Next testimonial