Umhverfisstefna

Umhverfisstefna og gildi Taktikal

Við höfum ástríðu fyrir umhverfinu og vörurnar okkar lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. 

Í samstarfi við viðskiptavini okkar minnkum við kolefnisfótspor þeirra. 

Við treystum hvort öðru til að vera meðvituð um umhverfisáhrif og leggja okkar af mörkum.

Við höfum jákvæð áhrif á umhverfisvernd með gjörðum okkar.

Markmið

Markmið umhverfisstefnu Taktikal

Stefna Taktikal er að starfsemi fyrirtækisins hafi sem minnst neikvæð áhrif á umhverfið. Taktikal notar umhverfisvænustu lausnir sem í boði eru í sinni starfsemi og gefur jafnframt viðskiptavinum sínum lausnir til að draga úr sínum umhverfisáhrifum með því að nota rafrænar traustþjónustur og rafræna ferla sem draga úr kolefnisfótspori þeirra.

Vinnuumhverfið

Skrifstofan og starfsfólk

Umhverfisstefna Taktikal er framkvæmd með ýmsum hætti í daglegum rekstri á skrifstofu. Starfsfólk leggur sig fram um að leggja sitt af mörkum meðal annars með því að nota margnota vatnsbrúsa, flokka rusl og vera meðvitað um matarsóun. Fyrirtækið hvetur til fjarfunda, vistvæns ferðamáta og notast við netþjóna sem eru kolefnisjafnaðir.

Umhverfisstefna í framkvæmd

icon-leafs
Pappír

Enginn pappír er notaður á skrifstofu Taktikal.

icon-leafs
Rusl

Allt rusl sem fellur til á skrifstofu er flokkað.

icon-leafs
Endurvinnsla

Allar einnota drykkjarumbúðir eru settar til endurvinnslu.

icon-leafs
Margnota

Starfsmenn nota margnota vatnsbrúsa og kaffibolla í stað einnota.

icon-leafs
Matarsóun

Lágmarks matarsóun er í mötuneyti, matarleifar eru vigtaðar og veitir það aðhald með því að starfsfólk hendi síður mat.

icon-leafs
Fjarvinna

Starfsfólk getur sinnt starfi sínu að heiman þegar við á.

icon-leafs
Vistfænn ferðamáti

Starfsmenn eru hvattir til að nýta sér vistvænan ferðamáta svo sem hjól og rafskutlur.

icon-leafs
Fjarfundir

Taktikal hvetur til fjarfunda og með því að nýta fjarfundabúnað til funda við viðskiptavini er bílferðum starfsmanna haldið í algeru lágmarki.

icon-leafs
Kolefnisjafnað rekstrarumhverfi

Netþjónar Taktikal eru í Azure skýjalausn en rannsóknir hafa sýnt að slíkar lausnir eru allt að 93% meira orkusparandi heldur en hefðbundnir netþjónar. Þar að auki eru hýsingar og gagnagrunnar lausna Taktikal kolefnisjafnaðir.

Vöruframboð stuðlar að minnkun kolefnisfótspors

Vörurnar

Taktikal vinnur jafnframt markvisst að því með vöruframboði sínu að hjálpa viðskiptavinum að minnka kolefnisfótspor sitt.

Rafrænar undirskriftir spila mikilvægt hlutverk í þeirri stafrænu umbyltingu sem á sér stað um allan heim. Rafrænar undirskriftir og sjálfvirkir ferlar hafa einnig bein jákvæð umhverfisáhrif.

Tölfræði
Okkur er annt um umhverfið
Miðað er við stystu vegalengd frá lögheimili undirritenda í hverju sveitarfélagi. Minnkað kolefnisspor er reiknað út frá kílómetrafjölda samkvæmt útreikningum Bílgreinasambands Íslands fyrir útblástur meðalbifreiðar eða 127 gr á hvern kílómeter.

Taktikal safnar jákvæðri umhverfistölfræði. Vistuð eru ópersónugreinanleg gögn er reikna vegalengdir í Google maps ásamt gögnum um CO2 útblástur frá Bílgreinasambandinu. Tölfræðina má birta sem síðuhlut (e. widget) á vef viðskiptavinar.