Rafrænar undirskriftir fyrir öll fyrirtæki
Sendu skjöl í rafræna undirritun með örfáum smellum. Drop & Sign er skýjalausn þar sem greitt er fyrir aðgang starfsmanna er senda skjöl í undirritun. Undirritendur greiða ekkert áskriftargjald fyrir aðgang að þjónustunni.
Mánaðarlega eru 5 undirskriftir innifaldar í Basic áskrift og 10 undirskriftir innifaldar í Pro og Business áskrift. Notendur sem einungis þurfa að undirrita skjöl greiða ekkert mánaðargjald fyrir aðgang að þjónustunni. Taktikal innheimtir einnig gjald fyrir hverja undirskrift í samræmi við gjaldskrá Auðkennis. Verðskrá gildir frá 1.9.2020. Öll verð eru áskriftargjöld á mánuði og án vsk.
Ráðgjöf og verðtilboð
Taktikal sérhæfir sig í sveigjanlegum lausnum fyrir rafrænar undirskriftir og auðkenningar er má samþætta við flest viðskipta- og skjalakerfi. Hafðu samband fyrir ráðgjöf og verðtilboð í sérlausnir okkar.