stafrænir ferlar án forritunar

Taktikal Drop & Sign user interface

Með SmartFlows getur þú sett upp ferla og fylgt regluverki án þess að þurfa að fjárfesta í tímafrekum forritunarverkefnum. Viðskiptavinir þínir geta á auðveldan máta fylgt nauðsynlegum skrefum til þess að hefja viðskipti.

Auðvelt. Öruggt. Traust.

Virkar vel fyrir

Móttöku nýrra viðskiptavina
Undirritun ráðningasamninga
KYC og AML ferla
Kaupsamninga
Reikningsviðskipti
Vottun og auðkenningu

HVernig virka Smartflows?

View faq
1. SmartFlow hannað
View faq
2. Viðskiptavinur opnar SmartFlow
View faq
3. Viðskiptavinur undirritar rafrænt
View faq
4. Sjálfvirkar aðgerðir framkvæmdar
View faq
5. Gögn afhent

Byrjaðu á nokkrum mínútum, aðlagaðu eftir þörfum

An illustration of a workflow.

Með innbyggðu sniðmátunum okkar fyrir fjármálageirann getur þú gefið út verkferli sem uppfyllir reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti, FATCA, CRS, MiFID og önnur regluverk á örfáum mínútum.

Viltu bæta skrefi við sniðmátið? Smelltu einfaldlega á plús hnappinn og bættu inn því sem þér finnst vanta. Öll skref er hægt að aðlaga fullkomlega að þínum þörfum.

Af hverju SmartFlows?

Með SmartFlows geturðu fengið nýjustu tækni án tímafrekra innleiðinga. Notendavænn ritill í umhverfi sem þarfnast ekki kóða, tryggir að allir geta útbúið verkferla sem samræmast þeirra kröfum og reglufylgni á nokkrum mínútum.

Segðu bless við handvirka vinnslu

Veittu bestu notendaupplifunina í fullu samræmi við þitt vörumerki. Smartflows geta nýtt þína liti og lógó og geta verið felld inn í vefsíðuna þína, svo þú getur haldið viðskiptavinunum á þinni vefsíðu allan tímann.

Auðveld samþætting

Með öflugu rest API þjónustunni okkar getur þú samþætt verkflæðin þín beint við málakerfið þitt og minnkað með því villuhættu og hámarkað skilvirkni. Forritararnir okkar tryggja snögga og auðvelda innleiðingu.

Previous Slide
Next Slide
Smartflow graphic.

AUÐVELDar SAMÞÆTTINGar

Rest API vefþjónustan okkar er öflug leið til að byggja nýjar lausnir í þínu eigin viðmóti og samþætta við þær lausnir sem eru þegar í notkun.

Hægt er að senda ferla af stað í undirritun beint úr eigin kerfum og þegar undirritun er lokið er hægt að fá skjölin og tengd lýsigögn sjálfkrafa til baka í skjalakerfið.


const taktikal = require("@taktikal/js-sdk");
const taktikal = taktikal({
	apiKey: "API_KEY",
	parentId: "veriff-root",
	onSession: function (err, response) {},
});
Taktikal.mount();

const taktikal = require("@taktikal/js-sdk");
const taktikal = taktikal({
	apiKey: "API_KEY",
	parentId: "veriff-root",
	onSession: function (err, response) {},
});
Taktikal.mount();

const taktikal = require("@taktikal/js-sdk");
const taktikal = taktikal({
	apiKey: "API_KEY",
	parentId: "veriff-root",
	onSession: function (err, response) {},
});
Taktikal.mount();

const taktikal = require("@taktikal/js-sdk");
const taktikal = taktikal({
	apiKey: "API_KEY",
	parentId: "veriff-root",
	onSession: function (err, response) {},
});
Taktikal.mount();

hvað segja viðskiptavinir okkar

„Starfsfólk Orkusölunnar hefur átt mjög auðvelt með að tileinka sér lausnir Taktikal sem eru orðnar lykilþáttur í starfsemi félagsins, bæði gagnvart viðskiptavinum en einnig í innri starfsemi þess.“
Erling Ormar Vignisson
Þróunarstjóri stafrænna lausna, Orkusalan
„Taktikal gerir okkur kleift að framkvæma áreiðanleikakannanir á okkar viðskiptavinum með rafrænum hætti. Ferlið er einfalt og fljótvirkt og hefur gefist afar vel. Bæði við og viðskiptavinir okkar hafa verið mjög ánægðir með þjónustuna.“
Daði Kristjánsson
Framkvæmdastjóri, Viska Digital Assets
„Undirritunarlausnir Taktikal hafa stytt afgreiðslutíma félagsins umtalsvert. Í sumum tilfellum frá tveimur dögum niður í þrjár mínútur! Breytingin hefur einnig aukið skilvirkni hjá okkar starfsfólki.“
Sverrir Scheving Thorsteinsson
Tæknistjóri, Vörður
„Innleiðingarferlið tók aðeins 1-2 daga og gekk framar vonum. Fyrir viðskiptavini okkar þýða þessar breytingar betri þjónustu og hraðari afgreiðslu auk þess sem uppfært rafrænt ferli auðveldar verulega vinnuna hjá starfsfólki.“
Fannar Ásgrímsson
Stefnumótun og viðskiptaþróun, Sjóvá
„Okkar mat er að lausnin hafi stutt mjög við mikla fjölgun félagsmanna sl. 12 mánuði, en yfir 95% félagsmanna sem gengið hafa í félagið sl. 12 mánuði hafa undirritað inngöngubeiðni rafrænt.“
Gunnar Páll Pálsson
Formaður, Félag lykilmanna
Previous testimonial
Next testimonial