Rafrænar undirskriftir
Vörur
Drop & Sign
Einfaldasta leiðin til að senda skjal í undirritun
Smart Forms
Sérsniðnir undirritunarferlar til að innleiða í app og á vefsíður
Fill & Sign
PDF skjöl útfyllt og undirrituð í vafranum
Áhersla á öryggi og persónuvernd
Lausnir Taktikal fyrir rafrænar undirskriftir nota eingöngu fullgild rafræn skilríki og eru frá upphafi þróaðar í samræmi við kröfur EU reglugerðar Nr. 910/2014 (eIDAS) sem þýðir að fyrir hverja undirskrift er undirritandi tengdur við undirrituðu gögnin á einkvæman hátt með fullgildum rafrænum skilríkjum.
Uppfyllum eIDAS
Lausnir Taktikal fyrir rafrænar undirskriftir eru frá upphafi þróaðar í samræmi við kröfur EU reglugerðar Nr. 910/2014 (eIDAS). Lausnir Taktikal nota eingöngu fullgild rafræn skilríki sem þýðir að fyrir hverja undirskrift sem við útbúum er undirritandinn tengdur við undirrituðu gögnin á einkvæman og óvéfengjanlegan hátt. Hver undirskrift er auk þess varin með fullgildum tímastimpli og skjalið innsiglað til að tryggja að ekki sé hægt að falsa tíma undirritunar eða breyta skjali eftir undirritun án þess að undirritun falli úr gildi.
Styðjum fullgildar undirskriftir samkvæmt kröfum eIDAS.
Öll skjöl eru innsigluð og tímastimpluð með löggiltum tímastimpli við undirritun.
Við styðjum fullgild rafræn skilríki á Íslandi.
Uppfyllum GDPR
Lausnir Taktikal fyrir rafrænar undirskriftir hafa frá upphafi verið þróaðar með persónuvernd í huga. Taktikal leggur mikla áherslu á að tryggja öryggi gagna út frá sjónarmiðum persónuverndar með aðferðafræði innbyggðar persónuverndar. Taktikal er vinnsluaðili og vistar ekki skjöl í kerfum sínum nema á meðan á vinnslu stendur.
PersónuverndKerfi Taktikal eru hönnuð með persónuvernd í huga og geyma takmarkað magn upplýsinga.
Öll gögn eru hýst í ISO/IEC 27001 vottuðu umhverfi í Microsoft Azure skýi á Írlandi.
Taktikal hefur innleitt vöktunarhugbúnað frá þriðja aðila til að tryggja vöktun og uppitíma.