Image
Um Taktikal

Sérfræðingar í rafrænum traustþjónustum

Taktikal er skipað reynslumiklu starfsfólki á sviði stafrænnar vöruþróunar í rafrænum undirskriftum og öðrum traustþjónustum. Taktikal hjálpar fyrirtækjum að endurhanna og sjálfvirknivæða ferla fyrir rafrænar undirskriftir er skila sér í hraðari afgreiðslu, hagkvæmni í umsýslu skjala, minni rekstraráhættu og betri upplifun viðskiptavina.

Gaming

Jafnvægi vinnu og einkalífs

Við eigum okkur öll einkalíf utan vinnunnar. Það er okkur mikilvægt að starfsfólk okkar sé ánægt og heilbrigt bæði í vinnunni og heima. Þess vegna bjóðum við upp á fríðindi sem hvetja til góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu og erum einnig með sveigjanlega stefnu um vinnu að heiman.

Vinnuumhverfið

Við leitumst við að skapa umhverfi sem stuðlar að framleiðni, sköpunargáfu og félagslegum samskiptum. Við vinnum í hljóðlátu vinnurými með 3 fundarherbergjum og allir starfsmenn fá að auki hágæða dempandi heyrnartól. Við erum með kaffistofu með kaffivél, nasli og ísskáp sem er alltaf fullur af fjölbreyttum drykkjum, setustofu sem við notum fyrir leikjahlé (PS 5) sem og fundi og vinnustofur. Við erum líka með tvo sófa fyrir þegar þig vantar power-nap.

collage-new

Hvað segir starfsfólkið okkar

smari-thumbsmari-thumb
maria-thumbmaria-thumb
danni-thumbdanni-thumb
Styrktaraðilar
Styrktaraðilar

Við erum stoltir styrktaraðilar

Okkur finnst mikilvægt að styrkja þá sem eru að gera góða hluti í samfélaginu. Við erum stoltir styrktaraðilar Krabbameinsfélagins, UnWomen á Íslandi og Unicef.

Stjórnendateymi

Valur22
CEO
Valur Þór Gunnarsson
Bjarki_22
CTO
Bjarki Heiðar Ingason
Nonni
COO
Jón Björgvin Stefánsson
Björt_22
Customer Success Manager
Björt Baldvinsdóttir
Tinna_22
Chief Compliance Officer
Tinna Hallbergsdóttir
Sunna_22
Chief Financial Officer
Sunna Halla Einarsdóttir

Fjárfestar

brunnur logo

Brunnur Ventures er íslenskur vísisjóður sem einbeitir sér að frumfjárfestingum og fjárfestingum á fyrstu stigum, með áherslu á nýsköpun og vöxt, ásamt skalanlegum viðskiptamódelum og framúrskarandi frumkvöðlahæfileikum. Brunnur Ventures stýrir í dag tveimur sjóðum, Brunni I og Brunni II, með sjóðsrekstur og umsýslu hjá Landsbréfum sjóðastýringarfélagi með leyfi Fjármálaeftirlitsins.

Stjórn

Iris_22
Stjórnarmaður
Íris Arna Jóhannsdóttir
Orri_22
STJÓRNARFORMAÐUR
Sigurður Orri Guðmundsson
Soffia_22
Stjórnarmaður
Soffía Theódóra Tryggvadóttir
Verðlaunaðar lausnir

Viðurkenningar

Group 4 (3)
2020

Tækniþróunarsjóður

Taktikal hefur hlotið 50 milljón króna styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís til þróunar á Fill & Sign sjálfvirkum rafrænum eyðublöðum. Taktikal hefur áður hlotið 20 milljón króna styrk frá Tækniþróunarsjóði til þróunar á onboarding lausnum. Sjóðurinn heyrir undir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

vefverlaunin
2019

Íslensku vefverðlaunin

Fill & Sign lausn Taktikal hefur unnið til Íslensku vefverðlaunanna sem stafræn lausn ársins. Verðlaunaafhending fór fram þann 27. mars 2020.

Lesa meira um Fill & Sign

Vaxtarsprotinn
2018

Vaxtarsprotinn

Taktikal hefur hlotið viðurkenningu Vaxtarsprotans 2018 fyrir öflugan vöxt á meðal sprotafyrirtækja. Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands.

HappiestCustomersTrophies
ÁNÆGÐUSTU VIÐSKIPTAVINIRNIR

Ánægðustu viðskiptavinirnir tvö ár í röð

*Samkvæmt stjórnendakönnun Maskínu í Desember 2021 og 2022 er Taktikal með ánægðustu viðskiptavinina í rafrænum undirskriftum annað árið í röð.