About us main photo
Um Taktikal

Sérfræðingar í rafrænum traustþjónustum

Taktikal er skipað reynslumiklu starfsfólki á sviði stafrænnar vöruþróunar í rafrænum undirskriftum og öðrum traustþjónustum. Taktikal hjálpar fyrirtækjum að endurhanna og sjálfvirknivæða ferla fyrir rafrænar undirskriftir er skila sér í hraðari afgreiðslu, hagkvæmni í umsýslu skjala, minni rekstraráhættu og betri upplifun viðskiptavina.

Styrktaraðilar
Styrktaraðilar

Við erum stoltir styrktaraðilar

Okkur finnst mikilvægt að styrkja þá sem eru að gera góða hluti í samfélaginu. Við erum stoltir styrktaraðilar Krabbameinsfélagins, UnWomen á Íslandi og Unicef.

Verðlaunaðar lausnir

Viðurkenningar

Group 4 (3)
2020

Tækniþróunarsjóður

Taktikal hefur hlotið 50 milljón króna styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís til þróunar á Fill & Sign sjálfvirkum rafrænum eyðublöðum. Taktikal hefur áður hlotið 20 milljón króna styrk frá Tækniþróunarsjóði til þróunar á onboarding lausnum. Sjóðurinn heyrir undir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

vefverlaunin
2019

Íslensku vefverðlaunin

Fill & Sign lausn Taktikal hefur unnið til Íslensku vefverðlaunanna sem stafræn lausn ársins. Verðlaunaafhending fór fram þann 27. mars 2020.

Lesa meira um Fill & Sign

Vaxtarsprotinn
2018

Vaxtarsprotinn

Taktikal hefur hlotið viðurkenningu Vaxtarsprotans 2018 fyrir öflugan vöxt á meðal sprotafyrirtækja. Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands.

Bikar
Rafrænar undirskriftir

Ánægðustu viðskiptavinirnir á Íslandi

*Samkvæmt stjórnendakönnun MMR/Maskínu í desember 2021 er Taktikal með ánægðustu viðskiptavinina í rafrænum undirskriftum á Íslandi í dag.