About us main photoAbout us main photo
Um Taktikal

Sérfræðingar í rafrænum undirskriftum

Taktikal er skipað reynslumiklu starfsfólki á sviði stafrænnar vöruþróunar og hugbúnaðargerðar. Taktikal hjálpar fyrirtækjum að endurhanna og sjálfvirknivæða ferla í kringum rafrænar undirskriftir sem skilar sér í hraðari afgreiðslu, minni rekstraráhættu og betri upplifun viðskiptavina.

Starfsfólk Taktikal

Teymið okkar

alex-smallalex-small
Front End Developer
Alex Harri Jónsson
bjarki-smallbjarki-small
Co-Founder & CTO
Bjarki Heiðar Ingason
DanielDaniel
Front End Developer
Daníel Valberg
embla-smallembla-small
UX/UI Designer
Embla Rún Gunnarsdóttir
nonni-smallnonni-small
Co-Founder & COO
Jón Björgvin Stefánsson
Ingsa-smallIngsa-small
People and Strategy
Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir
valurvalur
Co-Founder & CEO
Valur Thor Gunnarsson
kobbi-smallkobbi-small
Office Dog
Kobbi
Laus störf

Forstöðumaður viðskiptaþróunar

Við leitum að forstöðumanni viðskiptaþróunar til að leiða vaxtartækifæri á nýjum mörkuðum.

Um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtæki þar sem starfsfólk hefur bein áhrif á vöruþróun, frábæra vinnuaðstöðu í Borgartúni 27 með eitt besta mötuneyti landsins og útsýni yfir Esjuna.

Sjá atvinnuauglýsingu

Dokobit LogoDokobit Logo
Samstarfsaðilar

Fullgildar undirritanir

Dokobit er samstarfsaðili Taktikal í útfærslu á rafrænum undirritunum. Dokobit er leiðandi í tæknilegri útfærslu á fullgildum rafrænum undirskriftum sem Taktikal hefur þróað sérsniðnar vörur og viðmót við.

Verðlaunaðar lausnir

Viðurkenningar Taktikal

vefverlauninvefverlaunin
2019

Íslensku vefverðlaunin

Fill & Sign lausn Taktikal hefur unnið til Íslensku vefverðlaunanna sem stafræn lausn ársins. Verðlaunaafhending fór fram þann 27. mars 2020.

Lesa meira um Fill & Sign

Group 4 (3)Group 4 (3)
2018

Tækniþróunarsjóður

Taktikal hefur hlotið 20 milljón króna styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís. Sjóðurinn heyrir undir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

VaxtarsprotinnVaxtarsprotinn
2018

Vaxtarsprotinn

Taktikal hefur hlotið viðurkenningu Vaxtarsprotans 2018 fyrir öflugan vöxt á meðal sprotafyrirtækja. Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands.