Taktikal hlýtur 3. sætið í Gullegginu 2017
Reykjavík 30. október 2017 - Taktikal hlýtur þriðju verðlaun í Gullegginu fyrir viðskiptahugmynd og hugbúnað í skýinu sem gerir ýmsa sjálfvirknivæðingu á viðskiptaferlum mögulega. Ávinningurinn er aukin sala, hagræðing í viðskiptaferlum og hraði í rafrænni afgreiðslu. Með lausninni er hægt að stytta algengan afgreiðslutíma úr nokkrum dögum niður í nokkrar mínútur. Hugbúnaðurinn byggir á sjálfvirkri ferlavél ásamt viðmóti er snýr að viðskiptavinum og stjórnborði fyrir stjórnendur fyrirtækja. Lausnin leysir af handavinnu í „back office“ ferlum er tengjast nýjum viðskiptavinum eða pöntun á nýrri þjónustu
Um Gulleggið
Gulleggið er frumkvöðlakeppni á vegum Icelandic Startups, en keppnin er fyrir löngu orðin gæðastimpill á viðskiptahugmyndir fyrir frumkvöðla sem vilja móta viðskiptahugmyndir, sækja sér styrki, laða að fjárfesta og skapa ný störf.

Þróun hugbúnaðar
Við aðstoðum við greiningu og ráðgjöf á samþættingu hugbúnaðar og kerfa. Hér horfum við til upplifunar viðskiptavinarins, sem og rekstraröryggis og hagvæmni.
Stafræn vöruþróun
Við hjálpum fyrirtækjum í stafrænni vöruþróun með aðferðafræði sem tryggir að þú þróir réttu vöruna fyrir þína viðskiptaferla og viðskiptavini.
Appþróun
Við höfum yfirgripsmikla reynslu af appþróun og hjálpum við að greina viðskiptafærið og tæknilegar áskoranir. Við aðstoðum við þarfagreiningu og veitum ráðgjöf hvar sem er í þróunarferlinu.
Endurhönnun viðskiptaferla
Við aðstoðum við endurhönnun ferla og sjálfvirknivæðingu á þjónustum. VIð vinnum einnig með viðskiptaeiningum og aðstoðum við að stilla upp viðskiptatækifærum þar sem tækni spilar stórt hlutverk.
Greiðslulausnir
Við tengjum greiðslulausnir við ferla og einföldum alla bakvinnslu. Við veitum einnig ráðgjöf og hjálpum við innleiðingum á hverskonar greiðslulausnum fyrir vefi og snjalltæki.
GDPR og öryggismál
Í samstarfi við sérhæfðan lögfræðing veitum við ráðgjöf og fræðslu til starfsmanna í hugbúnaðarþróun um þróun og innleiðingu hugbúnaðar samkvæmt kröfum um öryggi gagna og ný Evrópsk persónuverndarlög er taka gildi 25. maí 2018.

Okkar nálgun

Við trúum því að stafræn upplifun viðskiptavina sé það mikilvægasta í viðskipta- og vöruþróun fyrirtækja í dag. Þjónustuupplifun viðskiptavina þarf að taka tillit til jafnt viðskiptaferla í fyrirtækinu sem og utanaðkomandi regluverks. Við hjálpum fyrirtækjum að endurhanna og sjálfvirknivæða ferla sem skilar sér í hraðari afgreiðslu, minni rekstraráhættu og betri upplifun viðskiptavina.

Hafðu samband

Sendu okkur línu
Heimilisfang
Borgartún 27 105 Reykjavík
Þú nærð okkur í
[email protected] +354 552-5620