Við hjálpum þér að verða betri
í rafrænum viðskiptum

Við trúum því að stafræn upplifun viðskiptavina sé það mikilvægasta í viðskipta- og vöruþróun fyrirtækja í dag. Þjónustuupplifun viðskiptavina þarf að taka tillit til jafnt viðskiptaferla í fyrirtækinu sem og utanaðkomandi regluverks. Við hjálpum fyrirtækjum í verkefnum sem oft eru flókin og yfirgripsmikil og setjum þróunarvinnuna í vel mótað ferli sem auðveldar forgangsröðun og ákvarðanatöku.
Þróun hugbúnaðar
Við aðstoðum við greiningu og ráðgjöf á samþættingu hugbúnaðar og kerfa. Hér horfum við til upplifunar viðskiptavinarins, sem og rekstraröryggis og hagvæmni.
Stafræn vöruþróun
Við hjálpum fyrirtækjum í stafrænni vöruþróun með aðferðafræði sem tryggir að þú þróir réttu vöruna fyrir þína viðskiptaferla og viðskiptavini.
Þarf ég app?
Við höfum mikla reynslu af appþróun og hjálpum við að greina viðskiptafærið og tæknilegar áskoranir. Við getum jafnframt leitað tilboða og veitt ráðgjöf hvar sem er í þróunarferlinu.
Viðskiptaþróun
Aðstoðum við að stilla upp viðskiptatækifærum þar sem tækni spilar stórt hlutverk.
Greiðslulausnir
Veitum ráðgjöf og hjálpum við innleiðingum á greiðslulausnum fyrir vefi og snjalltæki.
Auðkenning
Við veitum ráðgjöf við útfærslu og innleiðingu á öllum helstu auðkenningarlausnum fyrir vefi og snjalltæki.

Hvernig við vinnum

Við vinnum náið með fyrirtækjum sem vilja bjóða upp á framúrskarandi stafrænar vörur og þjónustu. Við notum nýjustu aðferðafræði í vöruþróun sem gerir okkur kleift að þróa og sannreyna hugmyndir að stafrænum vörur og þjónustum á styttri tíma en áður hefur þekkst. Þannig spörum við fyrirtækjum dýrmætan tíma og minnkum heildarkostnað og áhættu við vöruþróun.

Hver erum við

Taktikal samanstendur af fjórum reyndum hugbúnaðar- og vöruþróunarsérfræðingum. Við vinnum með stjórnendum viðskiptaeininga og sérfræðingum í upplýsingatækni. Við höfum reynslu af þróun og samþættingu flókinna viðskiptakerfa sem mörg hver þjónusta tugþúsundir notenda í hverjum mánuði. Fyrir stofnun Taktikal hafa starfsmenn m.a. unnið við þróun á app- og veflausnum eins Netbanka Íslandsbanka, Íslandsbanka appinu og Kass appinu.
Jón Björgvin Stefánsson
Jón Björgvin Stefánsson

Jón Björgvin hefur 17 ára reynslu af þróun og rekstri fjármálahugbúnaðar á Íslandi og í Evrópu.

 864 5412

 [email protected]

Valur Þór Gunnarsson
Valur Þór Gunnarsson

Valur er framkvæmdastjóri Taktikal og sérfræðingur í netviðskiptum með yfir 15 ára reynslu af stafrænni vöruþróun.

 856 1615

 [email protected]

Birgir Þór Gylfason
Birgir Þór Gylfason

Birgir er tæknistjóri Taktikal. Hann hefur 12 ára reynslu af fjármálahugbúnaði með áherslu á gagnagrunna, vefþjónustur og netöryggi.

 694 7542

 [email protected]

Bjarki Heiðar Ingason
Bjarki Heiðar Ingason

Bjarki Heiðar er sérfræðingur okkar í greiðslulausnum og sjálfvirknivæðingu viðskiptaferla með yfir 10 ára reynslu af hugbúnaðarþróun.

 843-3600

 [email protected]

Hafðu samband

Sendu okkur línu
Heimilisfang
Borgartún 27 105 Reykjavík
Þú nærð okkur í
[email protected] +354 856 1615