Ný lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka tóku gildi í desember 2018 og er ætlað að kanna áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamenn og sporna gegn peningaþvætti.
Taktikal hefur þróað staðlaðar lausnir til að aðstoða tilkynningarskyld fyrirtæki við að uppfylla kröfur um peningaþvættisvarnir. Lausn Taktikal eru einföld í innleiðingu og auðveldar yfirsýn og utanumhald starfsfólks.
Tengdir aðilar margir á Íslandi
Með síðustu breytingum á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti er listinn yfir þá sem eru í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla (PEP listinn) endurskilgreindur. Viðbúið er að margir tilkynningarskyldir aðilar átti sig ekki á hversu víðtækur listinn er í dag.
Til einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla teljast þeir einstaklingar, innlendir og erlendir, sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu, ásamt nánustu fjölskyldu þeirra og nánum samstarfsmönnum.
Til háttsettra einstaklinga í opinberri þjónustu teljast:
- Þjóðhöfðingjar, ráðherrar og staðgenglar ráðherra eða aðstoðarráðherrar
- Þingmenn
- Einstaklingar í framkvæmdastjórn stjórnmálaflokka
- Hæstaréttardómarar, dómarar við stjórnlagadómstóla eða aðrir háttsettir dómarar við dómstóla þaðan sem niðurstöðu er ekki hægt að áfrýja nema í undantekningartilvikum
- Dómarar við endurskoðunardómstóla og hæstráðendur seðlabanka
- Sendiherrar, staðgenglar sendiherra og háttsettir yfirmenn herja
- Fulltrúar í stjórn, framkvæmdastjórn eða eftirlitsstjórn fyrirtækja í eigu ríkis
- Framkvæmdastjórar, aðstoðarframkvæmdastjórar og stjórnarmenn alþjóðasamtaka og alþjóðastofnana
Störf sem talin eru upp í a–h-liðum eiga ekki við um millistjórnendur.
Til nánustu fjölskyldu teljast:
- Maki
- Sambúðarmaki í skráðri sambúð
- Börn, stjúpbörn og makar þeirra eða sambúðarmakar í skráðri sambúð
- Foreldrar
Til náinna samstarfsmanna teljast:
- Einstaklingar sem vitað er að hafi verið raunverulegir eigendur lögaðila með einstaklingi sem er eða hefur verið háttsettur og gegnt opinberri þjónustu eða aðrir þekktir samstarfsmenn
- Einstaklingar sem hafa átt náin viðskiptatengsl við einstakling sem er eða hefur verið háttsettur og gegnt opinberri þjónustu
- Einstaklingur sem er einn raunverulegur eigandi lögaðila sem vitað er að var stofnaður til hagsbóta fyrir einstakling sem er eða hefur verið háttsettur og gegnt opinberri þjónustu
KYC/AML lausn Taktikal
Lausn Taktikal felur í sér áreiðanleikakönnun með auðkenningu á einstaklingum og forsvarsmönnum fyrirtækja ásamt spurningalistum um uppruna fjármagns og tilgang viðskipta. Lausnin býður einnig upp á sjálfvirka uppflettingu á PEP listum og aðilum tengdum félaginu. Ferlið er skjalað og allur skjalafrágangur sjálfvirkur. Að lokum eru undirrituð gögn tímastimpluð með vottuðum tímaþjóni, innsigluð á öruggan hátt og send sjálfvirkt í skjalakerfið þitt til varðveislu.