Félag lykilmanna leitaði til Taktikal og vantaði lausn þar sem hægt væri að sækja rafrænt um aðild í félaginu og klára að undirrita samning - allt saman með rafrænum skilríkjum. Fyrstu kynni félagsmanna eru ætíð í gegnum umsóknarferlið og því mikilvægt að gera ferlið einfalt og öruggt.
Vandamálið
Ferlið sem var til staðar samanstóð af PDF skjal sem umsækjandi þurfti sjálfur að fylla út og skanna áður og síðan senda inn sem umsókn. Ferlið var bæði þungt fyrir umsækjanda og starfsfólk FLM, auk þess sem ferlið samrýmdist ekki kröfum FLM um nútímalegt og rafrænt umsóknarferli.
Kröfur FLM fyrir nýtt umsóknarferli
- Lausnin skildi vera rafræn og styðja rafræn skilríki frá Auðkenni
- Notendaupplifun skyldi vera einföld og hönnuð fyrir snjalltæki
- Umsókn skildi vera undirrituð með fullgildri undirritun samkvæmt ítrustu öryggiskröfum
Lausnin
Taktikal tók eldra umsóknarferli og endurhannaði þannig að sækja mátti ýmsar upplýsingar sjálfvirkt. Nýtt umsóknarferli var því næst sett upp og vistað í Taktikal Smart Forms, en Taktikal Smart Forms heldur utan umsóknarferlið og umgjörð samningsins sem undirritaður er að lokum af umsækjanda. Ferlið var einnig endurhannað með stuðning við snjallsíma.
Niðurstöðurnar eru þær að yfir 12 mánaða tímabil hafa yfir 95% nýrra félagsmanna undirritað umsókn um félagsaðild á rafrænu formi. Það sem er áhugavert við þessar tölur er að hér er um nokkuð hærra hlutfall en almennt hlutfall íslendinga með rafræn skilríki. Samkvæmt könnun FLM á nýtt og endurhannað rafrænt umsóknarferli einmitt þátt í mikilli fjölgun félagsmanna síðustu misserin.
Lausnin er sérlega einföld í rekstri og allar uppfærslur á samningstexta má framkvæma í Smart Forms kerfi Taktikal er heldur utan um umsóknarferilinn og eyðublöð á rafrænu formi.
Niðurstöður
- Hlutfall þeirra sem nýta sér fyrra umsóknarferli einungis 5%
- Markmið fjölgunar nýrra félagsmanna fyrir árið 2020 náðust í ársbyrjun 2019
- Umsýsla umsókna hjá starfsfólki FLM hefur minnkað verulega
Um verkefnið
Verkefnið var unnið af Taktikal í samstarfi við Hugsmiðjuna sem annaðist stafræna markaðssetningu fyrir markaðsherferð FLM.
Umsögn formanns FLM um lausnina
„Í febrúar 2018 tókum við hjá FLM upp lausn frá Taktikal fyrir rafræna undirritun inngöngubeiðna í FLM. Reynsla okkar sem og félagsmanna af lausninni hefur verið einstaklega góð og sparað tíma bæði fyrir félagsmenn og ekki síst okkur á skrifstofu FLM. Okkar mat er að lausnin hafi stutt mjög við mikla fjölgun félagsmanna sl. 12 mánuði, en yfir 95% félagsmanna sem gengið hafa í félagið sl. 12 mánuði hafa undirritað inngöngubeiðni rafrænt.”
Viltu vita meira?