Taktikal er stoltur styrktaraðili Krabbameinsfélagsins og hefur átt farsælt styrktarsamstarf m.a. í kringum krabbameinsrannsóknir. Í tilefni Bleiku slaufunnar munu viðskiptavinir Taktikal sjá breytta sýn þegar þau skrá sig inn í kerfi Taktikal - þar sem bleiki liturinn verður allsráðandi. Að auki mun Taktikal gefa 100 krónur af hverri rafrænni undirritun sem framkvæmd er á bleika deginum til Krabbameinsfélagsins.
Taktikal bleikur brand litur á portal
Verum til
Í ár er áhersla Bleiku slaufunnar á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir þær konur sem greinast með krabbamein, þegar tilveran breytist snögglega og við tekur tími sem getur reynst afar erfiður. Við hjá Taktikal höfum það að leiðarljósi að leggja okkar af mörkum til samfélagsins. Við styrkjum góðgerðarsamtök sem eru til staðar fyrir fólk, en eitt af grunngildum okkar er að gera samvinnu hátt undir höfði (celebrate collaborative culture), styðja við hvort annað og hjálpast að þegar á þarf að halda.
Í tilefni bleika dagsins gerði starfsfólk Taktikal sér glaðan dag og hóf daginn á morgunkaffi með bleiku þema.
Starfsfólk Taktikal fagnar bleika deginum