Taktikal hlýtur viðurkenningu fyrir tækninýtingu ársins á vefverðlaunum SVEF

Vefverðlaun SVEF voru afhent föstudaginn 21. mars og hlaut Taktikal viðurkenningu fyrir tækninýtingu ársins fyrir lausnina okkar, SmartFlows. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2000 og eru veitt af Samtökum vefiðnaðarins (SVEF) til fyrirtækja og lausna sem skara fram úr í stafrænni nýsköpun og notendaupplifun.

Við erum afar þakklát fyrir tilnefninguna og stolt af því að hljóta þessa viðurkenningu. SmartFlows var þróað með það að markmiði að gera fyrirtækjum og stofnunum – óháð stærð – kleift að innleiða örugga og aðgengilega stafræna ferla á einfaldan hátt. Lausnin er hönnuð með notandann í forgrunni og lögð var sérstök áhersla á einfaldleika og notendavæna upplifun. Við viljum sérstaklega þakka Kolibri fyrir þeirra mikilvæga framlag við hönnun lausnarinnar.

Stafræn ferlavæðing án flókinna þróunarverkefna

Með Taktikal SmartFlows geta fyrirtæki sett upp stafræna ferla sem uppfylla ströngustu öryggiskröfur – án þess að ráðast í dýr og tímafrek forritunarverkefni. Lausnin býður upp á tilbúin sniðmát sem gera kleift að setja upp flæði á örfáum mínútum og aðlaga þau eftir þörfum.

Ferlin má auðveldlega birta á vef fyrirtækis eða samþætta við önnur kerfi, s.s. CRM, sem tryggir hraða og þægilega innleiðingu. Með sjálfvirkum áminningum heldur SmartFlows ferlinu gangandi og hjálpar fyrirtækjum að safna öllum nauðsynlegum gögnum í einu ferli – á öruggan og skilvirkan hátt.

Viðskiptavinir sem nýta SmartFlows hafa sparað bæði tíma og fjármagn með því að gera ferla sjálfvirka, örugga og rekjanlega frá upphafi til enda.

Tækninýting sem skilar árangri

Það er mikill heiður að fá þessi verðlaun – þau eru dýrmæt viðurkenning á því öfluga starfi sem teymið okkar hefur lagt í þróun SmartFlows. Viðskiptavinir geta treyst því að lausnin uppfylli kröfur um öryggi, einfaldleika og nýsköpun.

Við erum aðeins rétt að byrja og hlökkum til að kynna frekari uppfærslur og þróun á SmartFlows á næstu misserum.

Langar þig að vita hvort SmartFlows henti þínu fyrirtæki?

Hafðu samband og bókaðu ókeypis ráðgjöf og sjáðu hvernig þú getur einfaldað stafræna ferla – hratt, örugglega og án flókins innleiðingarferlis.