Taktikal viðurkennt sem „fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri“

Við hjá Taktikal leggjum áherslu á að fagna öllum okkar sigrum. Í samkeppnishæfu viðskiptaumhverfi eins og hugbúnaðargeiranum er þetta sérstaklega mikilvægt. Við erum því virkilega ánægð að deila því að Taktikal hlaut nýlega viðurkenningu sem „Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri“.

Um viðurkenninguna

Þessi viðurkenning á fyrst og fremst við um fjárhagslegan rekstur og árangur fyrirtækisins. Með því er ýtt undir gagnsæi í þessum efnum og þau fyrirtæki sem búa við stöðugleika og vöxt dregin fram.

Á þessu ári uppfylltu aðeins 2,3% fyrirtækja á Íslandi skilyrðin til að komast á listann. Skilyrði viðurkenningarinnar eru ströng og horft er til reksturs fyrirtækisins ekki bara frá fyrra ári heldur síðustu þriggja ára.

Til að koma til greina sem fyrirmyndarfyrirtæki árið 2022, þurftu fyrirtæki að:

  • Leggja fram ársreikninga sína fyrir árin 2019, 2020 og 2021
  • Sýna fram á jákvæða afkomu
  • Hafa tekjur umfram 40 milljónir króna
  • Eiga eignir umfram 80 milljónir króna
  • Hafa eiginfjárhlutfall sem er umfram 20%

Auk annarra þátta sem Keldan og Viðskiptablaðið meta, s.s. skil á ársreikningi og rekstrarform.

Taktikal er stolt af því að hafa skipað sér á meðal annarra viðurkenndra fyrirtækja landsins á þessum virta lista. Listinn er birtur árlega í sérútgáfu Viðskiptablaðsins.

Um forsvarsmenn viðurkenningarinnar

Keldan er fyrirtæki sem leggur áherslu á upplýsingamiðlun hjá hinu opinbera á Íslandi. Það var stofnað árið 2009 og býður upp á app og vefsíðu sem veitir aðgang að öllum helstu skrám og skjölum opinberra aðila í landinu.

Árið 2013 var Keldan keypt af Kóða, fyrirtæki sem veitir fjártækni lausnir auk markaðsgagna til fyrirtækja í fjármálageiranum. Þessi sameining þýðir að Keldan heldur áfram að auka sérfræðiþekkingu sína og framboð.

Viðskiptablaðið vinnur í samstarfi við Kelduna að mati á hæfi fyrirtækja til að vera viðurkennt sem Fyrirmyndarfyrirtæki. Viðskiptablaðið er vikublað sem fjallar um viðskipti og efnahagsmál. Það var stofnað árið 1994 en auk fyrrnefndra áhersla er nú fjallað um ýmis þjóðmáli, svo og viðtöl, úttektir og fleira og gefur Viðskiptablaðið út sérstaka útgáfu með heildarlistanum yfir fyrirmyndarfyrirtæki þegar fyrirtækin hafa verið valin ár hvert.

TIlvist Taktikal á listanum í ár sýnir ekki bara fram á jákvæða fjárhagsstöðu heldur einnig skuldbindingu um gagnsæi. Að vera álitið fyrirmyndarfyrirtæki felur einnig í sér þá ábyrgð að halda áfram að vera fordæmi fyrir önnur fyrirtæki.