Taktikal portal pink

Taktikal 💖 Bleika slaufan

Taktikal er stoltur styrktaraðili Krabbameinsfélagsins og hefur átt farsælt styrktarsamstarf m.a. í kringum krabbameinsrannsóknir. Í tilefni Bleiku slaufunnar munu viðskiptavinir Taktikal sjá breytta sýn þegar þau skrá sig inn í kerfi Taktikal - þar sem bleiki liturinn verður allsráðandi. Að auki mun Taktikal gefa 100 krónur af hverri rafrænni undirritun sem framkvæmd er á bleika deginum til Krabbameinsfélagsins.

Lesa grein
Header new features

Taktikal hlýtur hæstu einkunn í ríkisútboði 🚀

Taktikal hlaut nýverið hæstu einkunn í ríkisútboði fyrir rammasamning ríkisins og sveitarfélaga í útboði „21308: FA - Electronic Signatures” um rafrænar undirskriftir og traustþjónustur sem boðið var út á Íslandi og á Evrópska Efnahagssvæðinu. Innlendir og erlendir aðilar buðu í samninginn og hlaut Taktikal hæstu einkunn í einkunnagjöf þar sem verð og gæði eru metin samkvæmt mati Ríkiskaupa. Um er að ræða rammasamning um hugbúnaðarlausnir til rafrænna undirskrifta fyrir opinberar stofnanir og sveitarfélög, en opinberir aðilar hafa síðastliðin misseri í auknum mæli verið að nýta sér tæknina til að hagræða og bæta þjónustu við sína viðskiptavini.

Lesa grein
Header new features

Stuðningur við skjalabunka og innflutningur á viðtakendum úr Excel skjali

Nýverið kynntum við fyrir viðskiptavinum okkar í Taktikal Drop & Sign Pro nýja virkni til að senda mörg skjöl (eða skjalabunka) í einu undirritunarferli. Nú kynnum við betri stuðning við skjalabunka í færsluskránni sem gefur enn betri yfirsýn og stjórn, en einnig er hægt að sækja skjöl áður en 30 daga undirritunarferli renna út – með öllum þeim undirritunum sem komnar eru.

Lesa grein
Header new features

Mörg skjöl í einu undirritunarferli og hópar fyrir undirskriftir 🚀

Teymið okkar hefur unnið hörðum höndum að nýjungum er létta viðskiptavinum okkar lífið. Við erum stolt að segja ykkur frá því að nú geta viðskiptavinir Taktikal sent mörg skjöl í einu undirritunarferli – án þess að senda marga tölvupósta eða SMS. Uppfærslan er þegar aðgengileg öllum viðskiptavinum Taktikal með Pro áskrift.

Lesa grein
Enviroment header

Að spara akstur til tunglsins – og til baka

Rafrænar undirskriftir spila mikilvægt hlutverk í þeirri stafrænu umbyltingu sem á sér stað um allan heim. Rafrænar undirskriftir og sjálfvirkir ferlar hafa einnig fjölmarga aðra kosti í för með sér. Ekki síst jákvæð umhverfisáhrif.

Lesa grein
KYC AML lausnir Taktikal

KYC og AML lausnir gegn peningaþvætti

Ný lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka tóku gildi í desember 2018 og er ætlað að kanna áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamenn og sporna gegn peningaþvætti.

Lesa grein
Vordur Case Study Header

Rafræn undirritun stytti afgreiðslutímann um nokkra daga

Vörður tryggingar leituðu til Taktikal varðandi lausn þar sem hægt væri að sækja fullgild umboð rafrænt til viðskiptavina með rafrænum hætti og afgreiða þannig viðskiptavini strax.

Lesa grein
FLM case study header

Smart Forms fyrir nýskráningu félaga í FLM

Félag lykilmanna leitaði til Taktikal og vantaði lausn þar sem hægt væri að sækja rafrænt um aðild í félaginu og klára að undirrita samning - allt saman með rafrænum skilríkjum. Fyrstu kynni félagsmanna eru ætíð í gegnum umsóknarferlið og því mikilvægt að gera ferlið einfalt og öruggt.

Lesa grein
Vaxtarsprotinn 2019

Taktikal hlýtur viðurkenningu Vaxtarsprotans

Taktikal hefur hlotið viðurkenningu Vaxtarsprotans fyrir öflugan vöxt á meðal sprotafyrirtækja. Ferðamála-, iðnaðar-, nýsköpunar- og dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, afhenti Vaxtarsprotann í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal.

Lesa grein
Tækniþróunarsjóður

Taktikal hlýtur styrk frá Tækniþróunarsjóði

Taktikal hefur hlotið 20 milljón króna verkefnisstyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís.

Lesa grein