Rafrænar undirskriftir
Vörur
Drop & Sign
Einfaldasta leiðin til að senda skjal í undirritun
Smart Forms
Sérsniðnir undirritunarferlar til að innleiða í app og á vefsíður
Fill & Sign
PDF skjöl útfyllt og undirrituð í vafranum

Mörg skjöl í einu undirritunarferli og hópar fyrir undirskriftir 🚀
Teymið okkar hefur unnið hörðum höndum að nýjungum er létta viðskiptavinum okkar lífið. Við erum stolt að segja ykkur frá því að nú geta viðskiptavinir Taktikal sent mörg skjöl í einu undirritunarferli – án þess að senda marga tölvupósta eða SMS. Uppfærslan er þegar aðgengileg öllum viðskiptavinum Taktikal með Pro áskrift.
Mörg skjöl – Eitt undirritunarferli ✍️

Hópar fyrir undirskriftir
Sendirðu oft á sama hópinn? Nú er hægt að búa til hópa fyrir þá einstaklinga sem þú sendir oftast á án þess að velja einn í einu. Þetta nýtist vel í t.d. stjórnum fyrirtækja og fyrir hópa sem oft þurfa að móttaka skjöl til undirritunar.

Þjónustuver Taktikal Hafir þú spurningar eða vanti þig aðstoð má hafa samband við þjónustuver Taktikal á netfangið hjalp(hjá)taktikal.is en einnig bendum við á https://taktikal.is/help þar sem má finna gagnlegar upplýsingar og senda inn beiðnir á þjónustuver Taktikal.