Header new features

Stuðningur við skjalabunka og innflutningur á viðtakendum úr Excel skjali

Nýverið kynntum við fyrir viðskiptavinum okkar í Taktikal Drop & Sign Pro nýja virkni til að senda mörg skjöl (eða skjalabunka) í einu undirritunarferli. Nú kynnum við betri stuðning við skjalabunka í færsluskránni sem gefur enn betri yfirsýn og stjórn, en einnig er hægt að sækja skjöl áður en 30 daga undirritunarferli renna út – með öllum þeim undirritunum sem komnar eru.

Betri stuðningur við „skjalabunka“ í færsluskrá ✍️

Betri stuðingur við skjalabunka í færsluskrá

Flytja inn lista af viðtakendum úr Excel skjali 

Þarftu að undirbúa undirskriftir fyrir stærri hópa? Nú er hægt að flytja inn lista af tengiliðum og búa til hópa fyrir þá einstaklinga sem þú sendir oftast á. Þetta nýtist vel t.d þegar útbúa þarf undirritunarferli með góðum fyrirvara og tryggja að allir undirritendur séu með gild rafræn skilríki fyrir undirritun. Uppfærslan er þegar aðgengileg öllum viðskiptavinum Taktikal með Drop & Sign áskrift á app.taktikal.is

Flytja inn lista af viðtakendum úr Excel skjali

„Shotgun signing“ 

Taktikal er stöðugt að auka stillingarmöguleika á undirritunum. Nú þegar er hægt að velja staðsetningu undirritunar efst eða neðst í skjali, senda undirritunarbeiðnir í ákveðinni röð og krefjast auðkenningar áður en hægt er að skoða skjalið.

En hvað með þegar endurnýja þarf samninga við fjölmarga aðila í einu en þú vilt ekki að undirritanirnar safnist á eitt og sama skjalið? Áður þurfti að hlaða upp skjali og stofna sér undirritunarbeiðni fyrir hvern einstakling. Nú geta viðskiptavinir hlaðið upp einu skjali en hver undirritandi fær sína undirritunarbeiðni, sitt eintak af skjalinu og aðeins ein undirritun fer á hvert eintak af skjalinu.

Uppfærslan fyrir eina undirritun á hvert skjal er þegar aðgengileg öllum viðskiptavinum Taktikal með Drop & Sign Pro áskrift á app.taktikal.is

Shotgun signing

API stuðningur 

Taktikal býður upp á Rest API þjónustur fyrir nánast alla virkni í lausnum. Við mælum sérstaklega með að viðskiptavinir sendi gögn beint í sín skjala- og málakerfi með vefþjónustum með þægilegum og öruggum hætti. Notendur með stjórnendaréttindi (e. admin) geta nú nálgast auðkennislykla fyrir API þjónustur á app.taktikal.is 

API stuðningur

Þjónustuver Taktikal Hafir þú spurningar eða vanti þig aðstoð má hafa samband við þjónustuver Taktikal  á netfangið hjalp(hjá)taktikal.is en einnig bendum við á https://taktikal.is/help þar sem má finna gagnlegar upplýsingar og senda inn beiðnir á þjónustuver Taktikal.